Inniheldur upplýsingar um framleiðsluflokkana sem settir hafa verið upp innan vöruflokkanna.
Þegar búið er að úthluta vöru vöruflokki, svo sem húsgögn, er hægt að úthluta henni til framleiðsluflokks innan vöruflokksins, til dæmis stólar, borð og sófar. Framleiðsluflokkskótinn er ritaður á birgðaspjaldið eða á utanbirgðaspjaldið.
Í reitnum Kóti framleiðsluflokks á birgðaspjaldinu er aðeins hægt að velja kóta ef vöruflokkskóti hefur þegar verið valinn. Reiturinn Kóti yfirflokks vöru er beint fyrir ofan reitinn Kóti framleiðsluflokks á birgðaspjaldinu.
Ef setja þarf upp nýja framleiðsluflokka þarf að gera það úr lista yfir aðalvöruflokka, sem aðeins er hægt að opna úr Stjórnun, Uppsetning forrits, Vöruhús, Uppsetning - Birgðir, Framl.flokkar.