Skilgreinir afskriftaaðferð. Ef ekki er óskað eftir að nota eina af stöðluðu afskriftaaðferðunum (línuleg afskrift, hlutfallsleg afskrift o.s.frv.) getur notandi sett upp eigin aðferð í afskriftatöflu. Notandi getur búið til eins margar afskriftatöflur og hann vill.

Í afskriftatöflu er haus og ein eða fleiri afskriftatöflulínur. Í haus afskriftatöflu eru upplýsingar um aðferðina, eins og kóti, lýsing og lengd tímabils sem aðferðin nær til.

Í hverri afskriftarlínu er tiltekið tímabil og samsvarandi afskriftaprósenta eða fjöldi eininga sem framleiddar eru á tímabilinu.

Ef nota á uppsetta afskriftatöflu verður notandi að tilgreina aðferð þegar hann setur eignaafskriftabók upp. Valið er Notandaskilgreint í reitnum Afskriftaaðferð. Síðan er kóti afskriftatöflunnar færður inn í reitinn Afskriftatöflukóti.

Sjá einnig