Aðaleign er eign sem mynduð er af öðrum eignum sem nefndar eru íhlutir. Bíll er til dæmis aðaleign fyrir bílaframleiðanda vegna þess að hann er myndaður af mörgum öðrum eignum, þar á meðal hjólbörðum, grind og bílvél.
Ef byggja á upp aðaleignir og íhluti þeirra og viðhalda þeim er smellt á Tengdar upplýsingar á eignaspjaldinu vegna aðaleigna og vísað á Eignir og smellt á Eignaíhlutir. Þá birtist glugginn Eignaíhlutir þar sem hægt er að setja upp nokkrar línur sem hver er fulltrúi fyrir einn íhlut aðaleignar. Í glugganum sjást aðeins íhlutir þeirrar aðaleignar sem tengist fasta eignaspjaldinu þar sem valið var.
Ef eign er íhlutur annarar eignar fyllir kerfið út reitina á eignaspjaldinu (fyrir íhlutseignina) með eftirfarandi:
-
Í reitnum Aðaleign/Íhlutur stendur "Íhlutur".
-
Í reitnum Íhlutur aðaleignar er númer aðaleignar.
Ef skoða á íhlutalista aðaleignar er smellt á Tengdar upplýsingar, vísað á Eignir og Eignaíhlutar valið á eignaspjaldi aðaleignar.