Sýnir eignabókarkeyrslurnar sem hafa verið settar upp. Taflan sýnir eignabókarkeyrslurnar sem hafa verið settar upp í kerfinu.
Ef búa á til bókarkeyrslu er smellt á Breyta, Bæta við á valmyndaslánni. Síðan þarf að rita í reitina í töflunni.
Hægt er að búa til margar bókarkeyrslur í hverju bókasniðmáti. Margfaldar bókarkeyrslur eru keyrslur með sameiginlegu sniði en mismunandi keyrsluheitum. Þetta getur komið sér vel, til dæmis ef allir notendur þurfa að hafa eigin færslubók.
Hægt er að láta kerfið um að tölusetja bókarkeyrslurnar sjálfkrafa eftir bókun með því að hafa tölu í heiti bókarkeyrslunnar. Heitið EIGN-1 hækkar t.d. um einn við hverja bókun, í EIGN-2, EIGN-3 o.s.frv.