Inniheldur upplýsingar um hverja eign, eins og lýsingu, raðnúmer, eignaflokk og staðsetningu. Hver eign verður einnig að hafa númer til auðkenningar. Þegar númerið er fært inn í mismunandi Nr. reiti annars staðar í kerfinu (til dæmis á innkaupareikningi) notar kerfið sjálfkrafa þær upplýsingar sem tengdar eru númerinu.

Eign getur verið samansett úr mörgum eignum. Þegar spjald hefur verið stofnað fyrir allar eignir er hægt að tengja aðaleign og íhluti hennar saman.

Eina eða fleiri afskriftabók verður að tengja hverri eign. Afskriftabækur auðvelda skilgreiningu á afskriftaaðferðum og tengdum aðstæðum við útreikning afskrifta.

Einnig er hægt að samþætta eignabókun við fjárhag með því að nota afskriftarbækur.

Ef bókun tengd eignum, til dæmis innkaup, afskriftir og afskráning eigna, er samþætt við fjárhag verður að setja upp tengingar við nauðsynlega reikninga í fjárhag. Þetta er gert með eignabókunarflokkum.

Þegar bókunarflokkarnir hafa verið stofnaðir má færa þá inn í afskriftarbækur sem eru tengdar eignaspjöldum, til að segja kerfinu hvernig skuli bóka kaup, uppfærslur, niðurfærslur, afskriftir og afskráningu eigna í fjárhag.

Ef eignir eru ekki samþættar við fjárhag má aðeins finna bókanir stofnkostnaðar, afskrifta o.s.frv. í þessari eignakerfiseiningu.

Kerfið getur sýnt eignir í tveimur ólíkum gluggum:

Allar eignir verður að setja upp í þessari töflu.

Sjá einnig