Tilgreinir athugasemdir fyrir töfluna Trúnaðarupplýsingar. Taflan er birt í glugganum Trúnaðaraths.blað en hann er opnaður með því að smella á Tengdar upplýsingar, vísa á Trúnaðarmál og smella svo á Athugasemdir.

Athugasemdir eru búnar til fyrir tilteknar línur í glugganum Trúnaðarupplýsingar. Þegar smellt er á línu í glugganum Trúnaðarupplýsingar og síðan á Tengdar upplýsingar, vísa á Trúnaðarmál og smella svo á Athugasemdir er hægt að skrá athugasemdir (og sjá áður gerðar athugasemdir) en aðeins þær sem gilda um þá línu. Ef skoða á allar athugasemdir sem hafa verið gerðar við allar línur í glugganum Trúnaðarupplýsingar skal smella á Aðgerðir í glugganum Trúnaðaraths.blað og smella á Skoða lista.

Ef gátmerki er í reitnum Athugasemd í glugganum Trúnaðarupplýsingar er til athugasemd fyrir þá línu í töflunni.

Athugasemdirnar prentast ekki á skýrslur.

Sjá einnig