Tilgreinir tímabil sem gildi afmarkast við.
Innihaldi þessi reitur upphafs- lokadagsetningar fyrir tímabil munu gildi annarra reita aðeins sýna upplýsingar fyrir það tímabil. Til dæmis sýnir reiturinn Heildarfjarvist (stofn) heildarupphæð fyrir það bil eingöngu.
Hægt er að færa inn tímabil samkvæmt eftirfarandi reglum.
Merking | Dæmi | Færslur sem eru teknar með |
---|---|---|
Jafnt og | 12 15 12 | Aðeins færslur sem eru bókaðar 15. desember 2012. |
Millibil | 12 15 12..01 15 13 ..12 15 12 | Færslur sem eru bókaðar á dagsetningum á milli og með 15. desember 2012 og 15. janúar 2013. Færslur sem eru bókaðar 15. janúar 2012 eða fyrr. |
Annaðhvort eða | 12 15 12|12 16 12 | Færslur sem eru bókaðar á annaðhvort 15. desember 2012 eða 16. desember 2012. Ef færslur eru til staðar sem eru bókaðar báða dagana þá eru allar færslur birtar. |
Einnig má tengja grunnformin saman.
Dæmi | Færslur sem eru teknar með |
---|---|
12 15 12|12 01 12..12 10 12 | Færslur sem eru bókaðar annað hvört 15. desember 2012 eða á dagsetningum á milli og með 1. desember 2012 til 10. desember 2012. |
..12 14 12|12 30 12.. | Færslur sem eru bókaðar 14. desember 2012 eða fyrr eða færslur sem eru bókaðar 30. desember 2012 eða síðar, sem felur í sér allar færslur nema þær sem eru bókaðar við dagsetningar milli og með 15. desember 2012 og 29. desember 2012. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |