Inniheldur númer fjárhagsreikningsins í bókhaldslyklinum sem samsvarar þessum MF-fjárhagsreikningi.
Þegar tekið er á móti MF sölu- eða innkaupalínu í innhólfi mun hún innihalda númer MF-fjárhagsreiknings. Þegar kerfið færir línuna í fylgiskjal eða færslubók í fyrirtækinu er efnið í þessum reit notað til að þýða millifyrirtækjareikningsnúmerið í reikning í bókhaldslykli fyrirtækisins.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |