Tilgreinir bæjarheiti þess aðseturs sem vörurnar í innkaupapöntuninni verða sendar á.
Þessi reitur er notaður ef senda á vörurnar á annað aðsetur en aðsetur fyrirtækisins.
Þessi reitur er notaður í tvenns konar tilvikum:
-
Mismunandi sendingarstaðir
-
Bein afhending
Mismunandi sendingarstaðir:
Ef senda á vörur á annað aðsetur en aðsetur fyrirtækisins er hægt að fylla út sendist-til-aðsetursreitina í glugganum Stofngögn.
Ef reiturinn Sendist-til aðsetur er fylltur út í Stofngögnum sækir kerfið sjálfkrafa aðsetrið þegar reiturinn Nr. er fylltur út. Reiturinn er auður ef reiturinn Sendist-til aðsetur í Stofngögnum er ekki fylltur út.
Bein afhending:
Ef senda á vörur í innkaupapöntun, sem tengjast sölupöntun, beint til viðskiptamanns með beinni afhendingu kemur fram í reitnum póstnúmer og bæjarfélag viðskiptamannsins sem vörurnar verða sendar til.
Kerfið sækir kótann sjálfkrafa í töfluna Viðskiptamaður þegar fyllt er í reitinn Selt-til - Viðskm.nr.
Heiti á bæjarfélagi má breyta með því að skrá aðrar upplýsingar eða með því að fylla út reitinn Sendist-til kóta sem tilgreinir aðsetrið.
Kerfið notar kótann í reitnum Sendist-til - Lands-/svæðiskóti til að sníða borgarheitið fyrir prentun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |