Tilgreinir Nr. fyrir fjárhagsreikning sem verið er að setja upp. Mest má slá inn 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Nr. auðkennir reikninginn. Þegar þetta númer er ritað í reitinn fyrir reikningsnúmer í færslubókarlínu (til dæmis þegar lína er bókuð) tengir kerfið það sjálfkrafa þeim reikningi í töflunni Fjárhagsreikningur.
Í glugganum Bókhaldslykill verður að færa inn reikningsnúmerin í réttri röð, en hægt er að færa þau inn í hvaða röð sem er í glugganum Fjárhagsspjald. Þegar það er gert raðast tölustafirnir fyrst, síðan bókstafirnir, þá bókstafir ásamt tölustöfum og að lokum önnur tákn.
Gera skal ráð fyrir góðu bili í röðinni milli reikningsnúmera svo að hægt sé að skjóta inn reikningum síðar. Hægt væri til dæmis að láta reikninga enda á 0 og hvern flokk reikninga á 00.
8100 Viðhald bygginga
8110 Þrif
8120 Rafmagn og hiti
8130 Viðgerðir og viðhald
8200 Stjórnunarkostnaður
8210 Skrifstofuvörur
8230 Sími og fax
8240 Póstur
Hvert númer verður að vera einstakt - þ.e. ekki er hægt að nota sama reikningsnúmer tvisvar. Hægt er að stofna eins marga reikninga og þörf krefur.
Ekki er hægt að fylla út aðra reiti fjárhagsreikningatöflunnar fyrr en númer hefur verið tilgreint í reitnum Nr..
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |