Tilgreinir prósentu fyrirframgreiðslunnar ef fyrirframgreiðsla á að jafnast við allar línur í sölupöntuninni.
Ef fyrirframgreiðsluprósenta er valin á viðskiptamannsspjaldinu birtist hún sjálfkrafa í þessum reit.
Fyrirframgreiðsluprósentuna í söluhausnum er hægt að jafna við allar tegundir lína: Fjárhagsreikningur, Vara, Forði, Eignir og Kostnaðarauki. Ef reiturinn Fyrirframgreiðsla % er fylltur út í hausnum áður en fyllt er út í sölulínu með vöru jafnast fyrirframgreiðsluprósentan eingöngu við línuna ef engin sjálfgefin fyrirframgreiðsluprósenta er uppsett fyrir vöruna. Ef efni þessa reits er hins vegar breytt eftir að fyllt er út í sölulínurnar jafnast fyrirframgreiðsluprósentan við allar línurnar.
Ekki skal rita prósentumerki. Ef fyrirframgreiðsluprósentan er t.d. 7,5% er ritað 7,5.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |