Tilgreinir vörurakningarfærslur vara sem hafa verið bókaðar að hluta. Þegar magnið í skjalinu er bókað að fullu eru þær teknar saman með vörurakningarfærslunum sem eftir eru í töflunni Frátekningarfærsla.
Hún er einnig notuð sem bráðabirgðatafla við umsjón og birtingu vörurakningar í glugganum Vörurakningarlínur.
Taflan er að mestu leyti afrit af töflunni Frátekningarfærsla og einstakir reitir þjóna nokkurn veginn sama tilgangi.
Gögn sem notandinn færir inn í glugganum Vörurakningarlínur eru stofnuð í bráðabirgðaútgáfu af töflunni Rakningarlýsing og sett í töflurnar Frátekningarfærsla og Rakningarlýsing þegar glugganum er lokað.