Inniheldur vörulýsingar á tungumáli viðkomandi viðskiptamanns ef um viðskipti við útlönd er að ræða. Hægt er að nota Birgðatextatöfluna til að setja upp aðrar lýsingar. Einnig er hægt að nota töfluna til að setja upp aðrar lýsingar á sama tungumáli. Sumir viðskiptamenn kjósa til dæmis fremur sérfræðilega lýsingu. Í því tilviki þarf að setja upp sérstakan tungumálakóta.
Ef nýta á þennan möguleika verður fyrst að færa inn tungumálakótann og síðan þýdda textann. Þegar vörunúmer á innkaupabeiðnum, pöntunum, reikningum og kreditreikningum eru síðan færð inn notar kerfið vörunúmerið og tungumálakótann á innkaupa- og söluskjalinu til að finna rétta lýsingu fyrir innkaupa- eða söluskjalið.