Skilgreinir kóta fyrir flutningsaðila. Hægt er að færa inn veffang fyrir alla flutningsaðila. Veffangið má nota til að komast inn í tölvukerfið sem flutningsaðilinn notar til að fylgjast með sendingum.

Þegar flutningsaðilakóti hefur verið settur upp má færa hann inn í reitinn Flutningsaðilakóti á viðskiptamannaspjaldi eða sendist-til aðsetursspjaldi. Þaðan verður það afritað á pantanir sem stofnaðar eru fyrir viðskiptamanninn eða sendist-til aðsetrið. Einnig er hægt að færa flutningsaðilakóta beint inn í einstaka söluhausa fyrir eða eftir bókun.

Þegar afhending hefur farið fram er hægt að fara á heimasíðu flutningsaðilans til að athuga stöðu afhendingarinnar. Á spjaldinu fyrir bókaðar afhendingar er smellt á Aðgerðir, bent á Aðgerðir og síðan smellt á Leita að sendingu.

Sjá einnig