Tilgreinir viðbótarupplýsingar um vöru eða fjárhagsreikning til viðbótar við reitinn Lýsing.
Hægt er að nota lengdan texta fyrir vöru ef t.d. vara er seld á sérverði í stuttan tíma eða ef ítarleg lýsing vöru er nauðsynleg.
Lengdir textar eru tiltækir með:
-
Bókhaldslykillinn
-
Birgðaspjöldum
-
Forðaspjöldum
-
Staðaltextum
Lengda textann sem búinn er til má setja inn í sölu- og innkaupalínur og bæta þannig við lýsinguna á viðkomandi vöru. Textann má setja inn handvirkt eða sjálfvirkt.
Hægt er að færa inn tungumálskóta á hausinn fyrir lengda textann. Þannig er tryggt að textinn komi aðeins fram á sölu- og innkaupaskjölum sem gerð eru fyrir viðskiptamenn eða lánardrottna sem hafa þann tungumálskóta. Einnig er hægt að skilgreina tímabilið sem textinn gildir.
Hægt er að búa til fleiri en einn texta fyrir sömu vöru. Ákvarðað er nákvæmlega hvenær og hvar á að nota lengda textann með samspili tungumálskóta, tímabili og tegund sölu- eða innkaupaskjals sem tilgreint er fyrir lengda textann.
Hér er dæmi um hvernig nota má lengdan texta:
Öllum þýskum viðskiptavinum er boðin tiltekin vara á sérverði um takmarkaðan tíma. Á öllum reikningum sem búnir eru til fyrir þýska viðskiptamenn á þessu tímabili á að sýna textalínu með upplýsingum um þetta tilboð.
Í þessu skyni er hægt að búa til lengdan texta um verð þessarar vöru. Á flýtiflipanum Almennt í glugganum Lengdur texti er færður inn tungumálskótinn DE (þýska) og upphafs- og lokadagsetning tímabilsins sem tilboðið gildir. Á flýtiflipanum Sala er merkt í gátreitinn Sölureikningur. (Allir aðrir gátreitir á flýtiflipunum Sala og Innkaup verða að vera auðir.)