Tilgreinir eins mörg númer bankareikninga og óskað er, bæði innláns- og útlánsreikninga. Notandi á kost á þessum möguleikum til að fylgjast með öllum bankareikningum sínum í einum eða fleiri bönkum.
Skrá má greiðslur inn á bankareikning. Þegar greiðsla eða önnur kreditfærsla hefur verið bókuð á bankareikning má nota möguleikann til tékkaprentunar til að gefa út tékka á grundvelli færslunnar.
Bankareikningum má gefa heiti í SGM eða erlendum gjaldmiðli.
Hver bankareikningur hefur sérstakt spjald með ýmiss konar upplýsingum. Upplýsingar sem eiga sérstaklega við um tiltekinn bankareikning eru færðar inn á bankareikningsspjald. Þessum upplýsingum má breyta. Færslur sem bókaðar eru annars staðar í kerfinu og hafa áhrif á bankareikninginn, til dæmis reiðufé sem lagt er inn á bankareikning og bókað í færslubók fjárhags, mun koma fram á spjaldi bankareiknings.
Á spjaldinu eru þrír flýtiflipar. Á flýtiflipanum Almennt eru allar almennar upplýsingar um bankareikninginn: númer, nafn, heimilisfang, tengiliður o.s.frv. Á flýtiflipanum Samskipti eru upplýsingar um síma- og faxnúmer, netfang og veffang heimasíðu. Á flýtiflipanum Bókun eru allar upplýsingar varðandi bókhald.
Efni reita á flýtiflipanum Almennt má breyta eftir þörfum. Ef reikningsnúmeri er breytt verður að staðfesta boð um það. Breytingin kann að taka nokkurn tíma þar sem kerfið fer yfir allar færslur þar sem gamla reikningsnúmerið kemur fyrir og setur nýja númerið í staðinn. Reitum á bókunarflýtiflipa má breyta, nema Gjaldmiðilskóti, sem einungis er unnt að breyta ef engar færslur eru opnar.
Upplýsingar um bankareikninginn koma einnig fram í glugganum Bankareikningayfirlit en efni reitsins er ekki hægt að breyta hér.