Tilgreinir hvernig eigi að tengja póstnúmer við bæi.
Hvert póstnúmer er tengt einum eða fleiri bæjum.. Bær getur einnig verið tengdur fleiri en einu póstnúmeri.
Þegar póstnúmer er fært inn (t.d. á viðskiptamannsspjaldi eða bankareikningsspjaldi) hjálpar forritið til við að fylla út samsvarandi reit fyrir bæ. Ef aðeins einn bær er tengdur póstnúmerinu er reiturinn Bær fylltur út sjálfkrafa. Ef fleiri en einn bær eru tengdir við póstnúmerið birtir kerfið lista yfir viðkomandi bæi.
Ef reiturinn Bær er fylltur út á undan reitnum Póstnúmer, t.d. á viðskiptamannsspjaldi, fyllir forritið annaðhvort út reitinn Póstnúmer (ef aðeins eitt póstnúmer er tengt bænum) eða birtir lista yfir póstnúmerin sem eru sett upp fyrir bæinn (ef fleiri en eitt póstnúmer tengjast honum).