Tilgreinir þjónustuna sem sett hefur verið upp fyrir aðgengi og vistun fylgiskjala.
Ef fyrirtækið notar þjónustu á borð við Office 365 og SharePoint Online til að geyma og nálgast skjöl, er hægt að setja þjónustuna upp í Microsoft Dynamics NAV. Þegar fylgiskjal er svo opnað úr Microsoft Dynamics NAV, til dæmis áætlun sem birtast á í Microsoft Excel, notar Microsoft Dynamics NAV skjalaþjónustuna. Taflan Skjalaþjónusta geymir upplýsingar um skjalaþjónusturnar hafa verið grunnstilltar og innskráningarupplýsingarnar sem þarf fyrir aðgang að þeim.
Ábending |
---|
Mælt er með því að notandanafnið sem er sett upp í töflunni sé ekki það sama og á stjórnanda Office 365 þjónustunnar. Þess í stað ætti reikningurinn að vera annað hvort venjulegur eða sérstakur þjónustureikningur með skrifaðgang aðeins að tilgreindum möppunum. |
Viðbótarupplýsingar
Notandinn sem setur upp Office 365 stillingarnar verður að hafa heimildir til að lesa, innsetja og breyta skrám í töflunni Skjalaþjónusta.
Microsoft Dynamics NAV vistar tímabundna útgáfu af skránum í skilgreindu skjalasafni þegar notandi flytur gögn í Excel eða opnar skjal í Microsoft Word. Mælt er með að bráðabirgðaskjölum sé eytt úr skjalasafninu. Hægt er til dæmis að setja upp verk í verkröðinni Microsoft Dynamics NAV sem tæmir viðeigandi möppur eða nota önnur verkfæri til að halda bráðabirgðarskrám úr skjalasafninu.
Í sjálfgefinni framkvæmd Microsoft Dynamics NAV sýnir taflan Skjalaþjónusta skilgreiningargögn fyrir kóðaeiningu 9510 Þjónustukerfi Fylgiskjala. Frekari upplýsingar eru í Integrating with Office 365 and SharePoint Online.