Sýnir núverandi stöðu viðskiptamanns. Ef reikningsfært er á viðskiptamann í fleiri en einum gjaldmiðli verður staðan samtala færslna í mismunandi gjaldmiðlum. Þegar sú er raunin þarf að afmarka færslurnar sem mynda upphæðina með gjaldmiðilsafmörkun.
Hægt er að afmarka reitinn Staða þannig að efni hans sé einungis byggt á tilteknum Alvíddargildum 1, Alvíddargildum 2 og/eða gjaldmiðlum.
Kerfið reiknar og uppfærir sjálfkrafa efni reitsins á grundvelli færslnanna í reitnum Upphæð í töflunni Viðskm.færsla.
Hægt er að sjá færslur í viðskiptamannabók sem mynda upphæðina sem birt er með því að velja reit.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |