Tilgreinir markaðsgerð viðskiptamannsins til að tengja viðskiptafærslur sem búnar voru til fyrir þennan viðskiptamann við viðeigandi fjárhagsreikning.
Bókunarflokkur viðskiptamanns tilgreinir á hvaða fjárhagsreikninga Microsoft Dynamics NAV muni bóka viðskipti viðkomandi viðskiptamanns. Bókunarflokkurinn tilgreinir fjárhagsreikninga fyrir söfnunarreikning viðskiptamanna, þjónustugjöld, greiðsluafslátt, vexti, viðbótargjöld og upphæð sléttaðs reiknings.
Mikilvægt |
---|
Reikningur fyrir greiðsluafslátt er því aðeins notaður ef ekkert gátmerki er í reitnum Leiðrétta v. greiðsluafsl. í glugganum Fjárhagsgrunnur. |
Upplýsingar um VSK % og bókhaldsreikninga (fyrir VSK, sölu, innkaup o.s.frv.), þar sem Microsoft Dynamics NAV bókar færslur vegna ýmissa viðskiptamanna, lánardrottna, vöru og forða, eru tilgreindar í VSK-bókunargrunnur glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |