Þegar kreditreikningur er bókaður sem sendur er hægt að skoða hann í glugganum Bókuð skilaafhending.
Innkaupareikningurinn var stofnaður þegar smellt var á hnappinn Bókun á innkaupareikningi.
Innkaupakreditreikningur samanstendur af innkaupareikningshaus og einni eða fleiri innkaupakreditreikningslínum.
Innkaupakreditreikningshausinn felur í sér allar viðeigandi upplýsingar um afhendingaraðila og þá lánardrottna sem greiða á til eins og heiti, aðsetur, númer fylgiskjals og dagsetningu. Upplýsingarnar eru afritaðar úr innkaupahausnum við bókun.
Í innkaupakreditreikningslínunum eru upplýsingar (eins og birgðanúmer, magn og kostnað) sem eru afritaðar úr bókuðu innkaupalínunni.
Ekki er hægt að breyta neinum reitanna á innkaupakreditreikningshausnum þar sem kreditreikningurinn hefur þegar verið bókaður.