Mitt hlutverk er aðalinngangurinn inn í Microsoft Dynamics NAV. Þar má sjá yfirlit yfir stöðuna á dagsverkinu.
Mitt hlutverk getur innihaldið eftirfarandi hluta.
Aðgerðir
Aðgerðahlutinn inniheldur reit sem opnar samsvarandi lista eða færslubók og reiti sem kalla fram aðgerð, eins og að stofna nýja sölupöntun eða greiðsluskráningu.
![]() |
---|
Þó hægt sé að fjarlægja reitir þegar Mitt hlutverk er sérstillt, er ekki hægt að fjarlægja aðgerðavörur. |
Myndrit
Mitt hlutverk getur innihaldið eitt eða fleiri gröf með upplýsingum sem tengjast starfsemi notanda. Til að sjá tengd gögn í textanum er bendillinn settur yfir hluta myndritsins.
Á lsitasíðum er hægt að bæta við og nota myndrit á mjög svipaðan hátt og í Mínu hlutverki.
Mínar tilkynningar
Í hlutanum Mínar tilkynningar má sjá athugasemdir sem samstarfsmennirnir hafa sent. Athugasemd er valin til að opna skjalið sem skilaboðin tengjast.
Á listasvæðum og verksíðum er hægt að bæta við og nota athugasemdir á mjög svipaðan hátt og í Mínu hlutverki.
Listar
Mitt hlutverk kann að innihalda einn eða fleiri lista með viðskiptamönnum, lánardrottnum eða vörum. Velja má hvaða viðskiptamenn, lánardrottnar og vörur skulu vera á listanum. Með því að velja línu og velja skipunina Opna er hægt að opna spjald viðskiptamanns, lánardrottins eða vörunnar.
Upplýsingar á netinu
Hægt er að velja um að birta upplýsingar um vörur og viðskipti í beinni í skyggnusýningu í Mínu hlutverki með tenglum á vefsvæði þar sem hægt er að lesa ítarlega umfjöllun.
Mitt hlutverk sérstillt
Sérstilla má Mitt hlutverk svo það falli betur að verklagi og þörfum notanda. Frekari upplýsingar eru í Personalize the User Interface.