Opnið gluggann Hvar-notað listi fjárhagsreiknings.
Tilgreinir uppsetningartöflur þar sem fjárhagsreikningur er notaður. Þegar kerfið var sett upp voru uppsetningartöflur (til dæmis bókunarflokkatöflurnar) fylltar út til að tilgreina hvaða fjárhagsreikningar kerfið notaði sem bókunarreikninga fyrir tilteknar færslutegundir. Glugginn er notaður til að fá yfirlit yfir uppsetningartöflurnar sem valda því að kerfið bókar sjálfkrafa á tiltekinn reikning.
Hver lína í glugganum vísar til einnar línu í uppsetningartöflu. Glugginn getur sýnt margar línur úr sömu uppsetningartöflu ef t.d. reikningurinn er notaður fyrir flreiri en einn bókunarflokkskóta í bókunargrunnstöflu.
Hægt er að sjá upplýsingar um tiltekna línu með því að smella á Aðgerðir, Birta sundurliðað.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |