Opnið gluggann Athugasemdablað.
Tilgreinir athugasemdir um tímablað eða tímablaðslínu. Til dæmis er hægt að nota athugasemd til að færa inn aukaupplýsingar um vinnuskýrsluna eða setja fram spurningu sem stjórnandinn þarf að skoða.
Mest má rita 80 stafi, með bilum.
Viðbótarupplýsingar
Í glugganum er hægt að færa inn dagsetningu athugasemdar ásamt athugasemdinni sjálfri. Skoða má athugasemdir eða gera nýjar með því að velja vinnuskýrslu í vinnuskýrslulistanum. Á flipanum Færsluleit, fyrir vinnuskýrsluna eða fyrir línuna, er valið Athugasemdir.
Ef eyða á athugasemd skal velja Eyða af flipanum Aðgerðir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |