Opnið gluggann Sjóðstreymi til ráðstöfunar eftir tímab..
Tilgreinir samantekt af áætluðum upphæðum fyrir hverja upprunagerð, eftir tímabili, sem hægt er að fletta. Línurnar tákna stök tímabil og dálkar tákna upprunategundir í sjóðsstreymisspá. Tímabilin geta verið dagar, vikur, mánuðir, fjórðungar eða ár. Auk þess er hægt að velja hvort upphæðir birtast sem nettóbreyting eða staða við lok tímabils.
Valkostir
Dálkur | Lýsing |
---|---|
Tímabil | Dagsetningaraðir sem eru ákvarðaðar af tímabilinu sem er valið í reitnum Skoða eftir. Skoða má upphæðirnar eftir 1 (degi), 7 (viku), 31 (mánuði), 3 (ársfjórðungi), 12 (ári) eða eftir reikningstímabili. Reikningstímabil eru sett upp í töflunni Reikningstímabil. |
Útistandandi | Upphæð áætlaðra krafna sem tekjur sem vænst er á tilteknu tímabili. |
Sölupantanir | Upphæð sölupantana sem tekjur sem vænst er á tilteknu tímabili. |
Þjónustupantanir | Upphæð þjónustupantana sem tekjur sem vænst er á tilteknu tímabili. |
Eignaafskráning | Áætluð upphæð í reitnum Áætluð innkoma við afskrán.. Upphæðarinnar er vænst sem mögulegra tekna á tilteknu tímabili. |
Handvirkar tekjur | Upphæð handskráðra tekna á tilteknu tímabili. |
Gjaldf.skuldir | Upphæð skulda sem tekjur sem vænst er á tilteknu tímabili. |
Innkaupapantanir | Upphæðin í innkaupapöntunum sem metinn kostnaður á tilteknu tímabili. |
Kostnaðaráætlun eigna | Upphæð á fjárhagsáætlun sem verður varið til fjárfestinga eigna á tilteknu tímabili. Til að taka með upphæðina í sjóðstreymi þarf að velja gátreitinn Áætluð eign. |
Handvirkur kostnaður | Upphæð handskráðs kostnaðar á tilteknu tímabili. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |