Ef afmarka á greiningarskýrsluna eftir vörunúmeri, númeri viðskiptamanns eða lánardrottins verður að færa afmörkunina inn hér.
Það fer eftir vali á afmörkun upprunategundar í reitnum Tegund uppruna - Afmörkun hvort afmarkað er eftir vöru, viðskiptamanni eða lánardrottni í þessum reit.
Til athugunar |
---|
Athuga skal að afmarkanir sem eru tilgreindar í reitunum Tegund uppruna - Afmörkun og Upprunanúmer - Afmörkun eru aðeins notaðar á gildin í fykisglugganum en ekki línur skýrslunnar. Ef t.d. lánardrottnar eru greiningarlínur er hægt að velja vöru sem tegund uppruna og tiltekið vörunúmer eða vörusvið sem afmörkun til að sjá aðeins greiningartölur fyrir viðskiptamennina afmarkaðar eftir valinni vöru (vörusviði). Upprunategundar- og upprunanúmersafmarkanirnar virka ekki rétt ef þær stangast á við greiningarlínurnar sem hafa verið valdar fyrir skýrsluna. Ef t.d. hefur verið sett upp greiningarskýrsla með lánardrottnum í línunum og síðan er færð inn afmörkun á tiltekinn lánardrottinn sýnir kerfið samt alla lánardrottna í línunum en gildin verða reiknuð fyrir þann lánardrottinn sem var tilgreindur í afmörkuninni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |