Opnið gluggann Ógilda jöfnun viðskm.færslna.

Afjafnar (afturkallar) rangar jafnanir í viðskiptamannabókarfærslum. Hægt er að ógilda viðskiptamannafærslur úr glugganum Viðskm. færslur og glugganum Sundurl. viðskiptam.færslur.

Með því að ógilda þegar bókaðar jafnanir er hægt að opna aftur lokaðar viðskiptamannafærslur. Allar bókanir í fjárhag sem má rekja til röngu jöfnunarinnar, svo sem greiðsluafslættir og gjaldmiðilshagnaður/tap, verða leiðréttar þegar færsla er ógilt. Athuga skal að aðeins er hægt að ógilda jöfnunarfærslu ef upphaflega jöfnunarfærslan er síðasta bókun sem hefur verið bókuð á viðskiptamannafærslurnar sem eiga í hlut.

Í þessum glugga er ein lína fyrir hverja sundurliðaða viðskiptamannafærslu sem tengist jöfnunarfærslunni sem á að ógilda. Ekki er hægt að breyta upplýsingunum í línunni nema Nr. fylgiskjals og Bókunardags. ef við á.

Við ógildingu stofnar og bókar kerfið eina leiðréttingarfærslu (færslu sem er eins og upphaflega færslan en með öfugu formerki í upphæðarreitnum) fyrir hverja línu í þessum glugga. Hætt er við ógildingu með því einfaldlega að loka glugganum.

Ábending

Sjá einnig