Tilgreinir hvort samstilla eigi færslugjaldmiðilsfærsluna í Microsoft Dynamics CRM við gjaldmiðilsfærsluna í Microsoft Dynamics NAV.
Hægt er að nota þennan valkost til að gera gögnin í tilgreindum reitum Microsoft Dynamics CRM færslugjaldmiðils eins og í gjaldmiðli Microsoft Dynamics NAV. Samstilling er aðeins framkvæmd í reitum sem er varpað saman. Í flýtiflipanum Tengdar færslur er hægt að sjá núgildandi gögn í flestum vörpuðum reitum. Eftirfarandi tafla lýsir valkostum fyrir þennan reit.
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Nei | Samstillið ekki færslurnar. |
Já - Nota gögnin Dynamics NAV | Afritar gögn úr vörpuðum reitum gjaldmiðilsfærslu í Microsoft Dynamics NAV yfir í færslugjaldmiðilsfærslu í Microsoft Dynamics CRM. Ef reitur færslugjaldmiðils inniheldur þegar gögn verður skrifað yfir þau. Ef valið er að stofna nýjan reikning í Microsoft Dynamics CRM er þessi valkostur valinn sjálfgefið og honum er ekki hægt að breyta. |
Til athugunar |
---|
Samstilling fer fram eftir að glugganum er lokað með því að velja hnappinn Í lagi. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |