Opnið gluggann Forðaflokkaupplýsingar.
Glugginn Forðaflokkaupplýsingar er tiltækur úr forðaflokksspjaldinu. Til að opna gluggann úr spjaldinu er farið í flipann Heim, flokkinn Vinna og Tölfræði valin. Í upplýsingaglugganum eru sundurliðaðar upplýsingar um notkun og sölu fyrir hvern forðaflokk. Glugginn sýnir bæði mælieiningar og samsvarandi upphæðir. Upplýsingaglugginn hefur flýtiflipann Notkun og flýtiflipann Sala fyrir söluupphæðir.
Hverjum flýtiflipa er skipt í eftirfarandi dálka.
Upphæð á tímabili | Lýsing |
---|---|
Mánuður gildandi verkdagsetningar | Sýnir upphæðirnar fyrir mánuð gildandi verkdagsetningar. |
Þetta ár | Sýnir upphæðirnar fyrir ár gildandi verkdagsetningar. |
Síðasta ár | Sýnir upphæðirnar fyrir árið á undan gildandi verkdagsetningu. |
Samtals | Safnar saman upphæðum úr samsvarandi línu. Samtals = <Mánuður> + Þetta ár + Síðasta ár |
Línurnar í flýtiflipanum Notkun sýna eftirfarandi atriði:
Lína | Lýsing |
---|---|
Geta | Tilgreinir getu gildandi forðaflokks. Gildið er það sama og birtist í Geta forðaflokks. |
Ónotuð afkastageta | Tilgreinir mismuninn á getu og notuðum afköstum: Ónotuð afkastageta = Geta - Reikn.færð notkun + Óreikn.hæf notkun Notkun |
Óreikn.hæf notkun | |
Einingar | Tilgreinir óreikningshæfa notkun sýnd í mælieiningum. Hægt er að bóka óreikningshæfa notkun í forðaflokksbók og verkbók. |
Verð | Tilgreinir óreikningshæfa notkun sýnd í einingaverði. Hægt er að bóka óreikningshæfa notkun í forðaflokksbók og verkbók. |
Reikn.hæf notkun | |
Einingar | Tilgreinir óreikningshæfa notkun sýnd í einingaverði. Hægt er að bóka reikningshæfa notkun í forðaflokksbók og verkbók. |
Verð | Tilgreinir óreikningshæfa notkun sýnd í einingaverði. Hægt er að bóka reikningshæfa notkun í forðaflokksbók og verkbók. |
Reikningshæft % (Ein) | Tilgreinir reikningshæfa prósentu: Reikningshæft % = (Reikningshæfar einingar + Óreikningshæfar einingar) * 100 |
Línurnar í flýtiflipanum Sala sýna eftirfarandi atriði:
Lína | Lýsing |
---|---|
Reikningsfært | Tilgreinir einingarverð bókana af tegundinni Sala. Hægt er að bóka sölu í forðaflokksfærslubók og sölulínur. |
Reikningsfærð % | Tilgreinir prósentu reikningsfærðra upphæða í einingaverði: Reikningsfærð % = (Reikningsfært (SGM) / Notkun (Ein.verð)) * 100 |
Notkun (kostnaður) | Tilgreinir notkun í kostnaðarverði. Þetta sýnir bæði reikningshæfa og óreikningshæfa notkun. Hægt er að bóka notkun í forðaflokksbók og verkbók. |
Framlegð | Framlegð = Reikningsfært (SGM) - Notkun (Kostnaður) |
Framlegð % | Framlegð % = Framlegð / Reikningsfært (SGM) * 100 |
Hægt er að afmarka svo hægt sé að skoða upplýsingar um einstaka verkþætti, -hluta eða -stig.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |