Hugtök eins og "keyra áætlun" eða "keyra MRP" vísa í útreikninga á aðalframleiðsluáætluninni (MPS) og efnisþarfaáætluninni (MRP) útfrá raunverulegri eftirspurn og eftirspurn samkvæmt spá.
-
MPS er útreikningur á aðalframleiðsluáætlun samkvæmt raunverulegri eftirspurn og framleiðsluspánni. MPS-útreikningur er notaður fyrir lokavörur sem eru með spá eða sölupöntunarlínu. Þessar vörur eru kallaðar "MPS-vörur" og eru auðkenndar þegar útreikningur hefst.
-
MRP er útreikningur á efnisþörfum samkvæmt raunverulegri eftirspurn eftir íhlutum og framleiðsluspá á íhlutastigi. MRP er eingöngu reiknað fyrir vörur sem eru ekki MPS-vörur. Megintilgangur MRP er bjóða upp á tímasettar áætlanir þannig að rétt vara er til á réttum tíma, á réttum stað og í réttu magni.
Áætlunaralgóritmarnir fyrir MPS og MRP eru eins. Áætlunarreiknireglurnar nota reikning nettóstöðu, endurnotkun birgðapantana og aðgerðarboð. Áætlunarkerfisvinnslan tekur mið af þörfum eða væntanlegum þörfum (eftirspurn) og hvað er til staðar (framboð). Þegar nettóstaða er reiknuð út frá þessum stærðum birtast aðgerðarboð á áætlunarvinnublaðinu. Aðgerðarboð eru tillögur um að stofna nýja birgðapöntun, breyta birgðapöntun (magn eða dagsetning) eða hætta við birgðapöntun. Birgðapantanir geta verið framleiðslupantanir, innkaupapantanir og millifærslupantanir. Frekari upplýsingar eru í Hönnunarupplýsingar: framboðsáætlun.
Niðurstöður áætlunargerðar eru reiknaðar að hluta til út frá framboð-eftirspurn gögnunum og að hluta til út frá uppsetningu birgðahaldseiningaspjalda eða birgðaspjalda, framleiðsluuppskrifta og leiða.
Um kynninguna
Þessi kynning sýnir hvernig nota skal birgðaáætlunarkerfið til að áætla sjálfkrafa allar innkaupa- og framleiðslupantanirnar sem þarf til að framleiða 15 kappakstursreiðhjól með eftirspurn á mismunandi sölupöntunum. Til að kynningin sé skýr og raunveruleg hefur fjölda áætlunarlína verið sett afmörkun með því að loka á öll önnur eftirspurn-framboð gögn í sýnifyrirtækinu CRONUS Íslandi hf. nema sölueftirspurnina í birgðageymslunni BLÁTT.
Þessi kynning fjallar um eftirfarandi verk:
-
Stofna sölupöntunina og reikna út fullkomna birgðaáætlun.
-
Skoða áætlunarfæribreytur og pantanarakningarfærslur fyrir aftan áætlunarlínurnar.
-
Stofna sjálfkrafa þær birgðapantanir sem lagðar voru til.
-
Stofna nýja sölueftirspurn og gera nýja áætlun eftir henni.
Hlutverk
-
Framleiðslustjóri
-
Innkaupaaðili
Frumskilyrði
Til að ljúka þessari kynningu þarf:
-
Setja upp sýnigagnagrunninn CRONUS Ísland hf. fyrir kynningu fyrirtækið.
-
Að breyta ýmsum vörustillingargildum með því að fylgja leiðbeiningunum í hlutanum Undirbúa sýnigögn, síðar í kynningunni.
Ferill
Viðskiptamaðurinn, Cannon Group PLC, pantar fimm kappakstursreiðhjól fyrir sendingu þann 02-05-2014 (5. febrúar).
Framleiðslustjórinn, Einar, framkvæmir reglubundna birgðaáætlun fyrir fyrstu vikuna í febrúar 2014. Hann afmarkar við sína eigin staðsetningu, BLÁTT, og færir inn vinnudaginn (01-23-2014) til 02-07-2014 áður en hann reiknar út fyrstu birgðaáætlun.
Eina eftirspurnin þá vikuna er sölupöntunin frá Cannon Group. Einar sér að engar áætlanalínur innihalda viðvaranir, og býr síðan til án breytinga birgðapantanir fyrir þær áætlunarlínur sem lagðar voru til.
Daginn eftir, áður en byrjað er á fyrstu birgðapöntununum eða þær bókaðar, fær Einar tilkynningu um að annar viðskiptamaður hafi pantað tíu kappakstursreiðhjól sem senda skal 02-12-2014. Hann endurreiknar til að laga birgðaáætlunina að breyttri eftirspurn. Endurreikningur skilar áætlun hreyfingar sem leggur til breytingar á bæði tíma og magni fyrir sumar af birgðapöntununum sem stofnaðar voru í fyrstu keyrslunni.
Í hinum ýmsu þrepum áætlunar getur Einar flett upp viðeigandi pöntunum og notað eiginleikann Rakning pöntunar til að sjá hvaða framboð sinnir hvaða eftirspurn.
Undirbúa sýnigögn
Stofna birgðahaldseiningar (SKU) fyrir keppnishjólið og úrval af íhlutum þess, vörunúmer 1001 til 1300. (Sumir íhlutir eru útilokaðir til þess að einfalda ferlið.) Laga áætlunarfæribreytur valinna íhluta til að fá gagnsærri áætlunarniðurstöður.
Stofna birgðahaldseiningu
Opna birgðaspjaldið fyrir vöru 1001, kappakstursreiðhjól.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna birgðahald.
Í glugganum Stofna birgðahaldseiningu skal skilja alla valkosti og afmarkanir eftir óbreyttar og smella svo á Í lagi.
Skref 1 til 3 eru endurtekin fyrir allar vörur á númerabilinu 1100 til 1300.
Til að breyta völdum áætlunarfæribreytum
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðahaldseining og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna BLUE birgðahaldseininguna fyrir vöru 1100, framhjól.
Á flýtiflipanum Áætlun eru reitirnir fylltir út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Endurpöntunarstefna Magn í öryggisbirgðum Lotusöfnunartímabil Enduráætlunartímabil Lotu-fyrir-lotu
Auður
2V
2V
Skref 2 til 3 eru endurtekin fyrir allar birgðarhaldseiningar á númerabilinu 1100 til 1300.
Svona lýkur undirbúningi sýndargagna fyrir kynninguna.
Stofna birgðaáætlun með endurgerð
Við meðhöndlun á nýrri sölupöntun á fimm kappakstursreiðhjólum, byrjar notandinn skipulagsferlið með því að stilla valmöguleika, afmarkanir og áætlunarbil til að útiloka alla aðra eftirspurn nema þá sem er í fyrstu viku mars í staðsetningunni BLÁTT. Hann byrjar á að reikna út aðalframleiðsluáætlun (MPS) , og reiknar síðan út fullkomna birgðaáætlun fyrir alla lægra-stigs eftirspurn (MRP).
Stofna sölupöntun.
Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í glugganum Sölupöntun þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Selt-til - Nafn viðskiptamanns Afh.dags Vörunr. Birgðageymsla Magn Cannon Group
02-05-2014
1001
BLÁTT
5
Ráðstöfunarviðvörunin er samþykkt og svo er hnappurinn Já valinn til að skrá nýtt eftirspurnarmagn.
stofna endurgerðaráætlun til að uppfylla eftirspurn í birgðageymslunni BLÁTT.
Í reitnum Leit skal færa inn Áætlunarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna endurgerðaráætlun.
Í glugganum Reikna áætlun - Áætl.tillaga þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reikna út áætlun Upphafsdagsetning Lokadagsetning Sýna niðurstöður: Takmarka samtölur við MPS = Já
MRP = Nei
01-23-2014
(vinnudagsetning)
02-07-2014
1001..1300
Vöruhúsasía = BLÁTT
Velja hnappinn Í lagi til að ræsa áætlunarkeyrsluna.
Ein áætlunarlína er stofnuð sem leggur til að áætluð framleiðslupöntun sé gefin út til að framleiða kappakstursreiðhjólin tíu, vöru 1001, fyrir 02-05-2014, afhendingardagsetningu sölupöntunarinnar.
Næst skal gengið úr skugga um að þessi áætlunarlína vísi í sölupöntun Cannon Group með því að nota aðgerðina Rakning pöntunar sem tengir eftirspurn áætluðu framboði.
Veljið nýju áætlunarlínuna og veljið því næst Rakning pöntunar úr flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir.
Í glugganum Rakning pöntunar, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Almennt, veljið Sýna.
Sölupöntunin fyrir fimm kappakstursreiðhjól sem afhenda á viðskiptamanni með númerið 10000 þann 02-05-2014 er birt.
Lokið glugganum Sölupöntun og Rakning pöntunar.
Til að reikna MRP svo það taki undirliggjandi íhlutaþarfir með
Í reitnum Leit skal færa inn Áætlunarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna endurgerðaráætlun.
Í glugganum Reikna áætlun - Áætl.tillaga þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reikna Upphafsdagsetning Lokadagsetning Sýna niðurstöður: Takmarka heildartölur við: MPS = Já
MRP = Já
01-23-2014
02-07-2014
1001..1300
Vöruhúsasía = BLÁTT
Velja hnappinn Í lagi til að ræsa áætlunarkeyrsluna.
Stofnaðar eru 14 áætlunarlínur sem leggja til birgðapantanir fyrir alla eftirspurnina sem sölupöntunin fyrir kappakstursreiðhjól í vörugeymslunni BLÁTT stendur fyrir.
Greining á áætlunarniðurstöðunum
Til að greina magnið sem lagt var til kafar Einar í valdar áætlunarlínur til að skoða pantanarakningarfærslur og áætlunarfæribreytur.
Í glugganum Áætlunarvinnublað skal athuga að í dálknum Skiladagur eru birgðapantanirnar sem lagðar eru til skipulagðar aftur á bak frá skiladegi sölupöntunarinnar, 02-05-2014. Tímalínan byrjar á efstu áætlunarlínunni með framleiðslupöntuninni til að framleiða fullgerð keppnisreiðhjól. Tímalínan endar á neðstu áætlunarlínu á innkaupabeiðninni fyrir eina af lægsta-stigs vörunum, 1255, afturtengi, sem skila á 01-30-2014. Eins og áætlunarlínan fyrir vöru 1251, öxull afturhjóls, sýnir þessi lína innkaupapöntun fyrir íhluti sem eiga að vera til reiðu á upphafsdagsetningu yfirvörunnar, millivara 1250, en skiladagur hennar er aftur á móti 02-03-2014. Á öllu vinnublaðinu má sjá að undirliggjandi vörur eru með skiladag á upphafsdagsetningu yfirvöru þeirra.
Áætlunarlínan fyrir vöru 1300, keðju, leggur til tíu stykki. Þetta er frávik frá þeim fimm stykkjum sem áætlað er að uppfylli sölupöntunina. Skoðið svo pantanarakningarfærslurnar.
Til að skoða pöntunarrakningarfærslur fyrir vöru 1300
Veljið áætlunarlínu vöru 1300 og veljið því næst Rakning pöntunar úr flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir.
Línurnar tvær í glugganum Rakning pöntunar sýna að fimm stykki eru rakin frá áætlunarlínunni (fyrsta pantanarakningarlína) til sölupöntunar 1001 (önnur pantanarakningarlína). Síðustu fimm stykkin sem lögð eru til á áætlunarlínunni tengjast engum skjalalínum, heldur einungis færibreytu áætlunar, spáfærslu eða standandi pöntunarfærslu. Slíkt órekið magn er tekið saman í reitnum Órakið magn í haus gluggans Rakning pöntunar.
Velja reitinn Órakið magn.
Glugginn Órakin áætlunaratriði sýnir að vara 1300 notar áætlunarfæribreytu, Lágmarksmagn pöntunar, 10.00. Áætlunarlínan hljóðar því upp á tíu stykki í heildina, en aðeins fimm þeirra er hægt að rekja til eftirspurnar. Síðustu fimm stykkin eru órakið magn til að uppfylla áætlunarfæribreytuna. Næsta þarf að yfirfara áætlunarfæribreyturnar.
Til að athuga áætlunarfæribreytuna
Í glugganum Órakin áætlunaratriði er viðeigandi pantanarakningarlína valin fyrir vöru 1300.
Velja reitinn Vörunr. og svo Ítarlegt.
Á spjaldinu Birgðaspjald á flipanum Færsluleit í flokknum Vöruhús veljið Birgðahaldseiningar.
Í glugganum Birgðaeiningalisti skal opna birgðaeiningarspjaldið BLÁTT.
Á flýtiflipanum Áætlun skal athuga að reiturinn Lágmarksmagn pöntunar inniheldur 10.
Loka öllum gluggum nema glugganum Áætlunarvinnublað.
Til að skoða fleiri pantanarakningarfærslur
Valin er áætlunarlína vöru 1110, Felga, og því næst á flipanum Aðgerðir í hópnum Eiginleikar er valið Pöntunarrakning.
Glugginn Rakning pöntunar sýnir að fimm felgur þarf fyrir hverja framleiðslupöntun, fyrir fram- og afturhjól.
Sama pöntunarrakningin gildir fyrir áætlunarlínur varanna 1120, 1160 og 1170. Fyrir vöru 1120 er reiturinn Magn á á framleiðsluuppskriftinni fyrir hverja hjólavöru 50 STK, sem verður til þess að heildarþörfin er 100.
Áætlunarlínan fyrir vöru 1150, fyrir sex stykki, virðist óvenjuleg. Haldið áfram til að greina.
Valin er áætlunarlína vöru 1150, og því næst á flipanum Aðgerðir í hópnum Eiginleikar er valið Pöntunarrakning.
Glugginn Rakning pöntunar sýnir að fimm einingar eru raktar til framhjólsins og að ein eining er órakin. Skoðið svo órakta magnið.
Velja reitinn Órakið magn.
Glugginn Órakin áætlunaratriði sýnir að varan 1150 notar áætlunarfæribreytuna, Margföld pöntun, með 2.00, sem tilgreinir að þegar varan er pöntuð verður að vera hægt að deila magninu með 2. Sú tala næst 5 sem hægt er að deila í með 2 er 6.
Sama pöntunarrakningin gildir fyrir áætlunarlínur íhluta Framnafar, vörur 1151 og 1155, nema að hver þörf margfaldast af rýrnunarprósentu sem er skilgreind fyrir vöru 1150 í reitnum Úrkast% á birgðaspjaldinu.
Svona lýkur greiningu fyrstu birgðaáætlunar. Takið eftir að gátreiturinn Samþykkja aðgerðarboð er valinn í öllum áætlunarlínum sem gefur til kynna að þær séu nú tilbúnar til umbreytingar í birgðapantanir.
Framkvæmd aðgerðarboða
Næst breytir Einar áætlunarlínunum sem lagðar voru til í birgðapantanir með því að nota aðgerðina Framfylgja aðgerðarboðum.
Til að stofna sjálfkrafa þær birgðapantanir sem lagðar voru til
Veljið gátreitinn Samþykkja aðgerðarboð á öllum áætlunarlínum með viðvörun af gerðinni Frávik.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Framkvæma aðgerðarboð.
Í glugganum Framkvæma aðgerðarboð - Áætl. þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Framleiðslupöntun Innkaupapöntun Millifærslupöntun Fastáætluð
Gera innkaupapantanir
Gera millifærslupantanir
Veldu hnappinn Í lagi til að stofna sjálfkrafa allar birgðapantanir sem lagðar voru til.
Lokið tóma Áætlunarvinnublað glugganum.
Svona lýkur fyrstu útreikningum, greiningu og stofnun fyrir eftirspurn í staðsetningunni BLÁTT í fyrstu viku febrúar. Í hlutanum sem á eftir kemur pantar annar viðskiptamaður tíu kappakstursreiðhjól, og Einar þarf að enduráætla.
Stofnun áætlunar hreyfingar
Daginn eftir, áður en byrjað er á birgðapöntunum eða þær bókaðar, berst ný sölupöntun frá Libros S.A. á tíu kappakstursreiðhjólum sem á að afhenda 02-12-2014. Einar er látinn vita af þessari nýju eftirspurn, og hann enduráætlar til að aðlaga birgðaáætlunina. Einar notar fallið Áætlun hreyfingar til að reikna aðeins þær breytingar sem orðið hafa á framboði eða eftirspurn frá síðustu áætlunarkeyrslu. Að auki lengir hann áætlunartímabilið í 02-14-2014 til að það taki líka til nýs framboðs í sölu 02-12-2014.
Áætlunarkerfið reiknar út bestu leiðina til að uppfylla eftirspurnina eftir þessum tveimur eins vörum, svo sem að sameina sumar innkaupa- og framleiðslupantanir, endurtímasetja aðrar pantanir og stofna nýjar pantanir ef með þarf.
Til að stofna nýja sölueftirspurn og enduráætla eftir því
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í glugganum Sölupöntun þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Selt-til - Nafn viðskiptamanns Afh.dags Vörunr. Birgðageymsla Magn Libros S.A.
02-12-2014
1001
BLÁTT
10
Ráðstöfunarviðvörunin er samþykkt og svo er hnappurinn Já valinn til að skrá eftirspurnarmagnið.
Næst þarf að enduráætla til að aðlaga birgðaáætlunina.
Í reitnum Leit skal færa inn Áætlunarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.
á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Reikna áætlun hreyfingar.
Í glugganum Reikna áætlun - Áætl.tillaga þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reikna út áætlun Upphafsdagsetning Lokadagsetning Sýna niðurstöður: Takmarka samtölur við MPS = Já
MRP = Já
01-23-2014
02-14-2014
1001..1300
Vöruhúsasía = BLÁTT
Velja hnappinn Í lagi til að ræsa áætlunarkeyrsluna.
14 áætlunarlínur eru stofnaðar. Takið eftir að í fyrstu áætlunarlínunni að í reitnum Aðgerðarboð stendur Ný, í reitnum Magn stendur 10 og í reitnum Skiladagur stendur 02-12-14. Þessi nýja lína fyrir yfireiningu 1001, kappakstursreiðhjól, er stofnuð vegna þess að varan notar endurpöntunarstefnuna Panta, sem þýðir að það verður að birgja hana í einn-fyrir-einn sambandi við eftirspurnina, sölupöntun upp á tíu stykki.
Næstu tvær áætlunarlínur eru framleiðslupantanirnar fyrir hjól kappakstursreiðhjóla. Allar pantanir sem til voru fyrir upp á fimm stykki, í reitnum Upphaflegt magn, stækka upp í 15 í reitnum Magn. Báðar framleiðslupantanir hafa óbreytta gjalddaga, eins og tilgreint er í Aðgerðarboð reitnum sem inniheldur Breyta magni. Þetta gildir einnig um áætlunarlínuna fyrir vöru 1300, nema að pöntunarmargfeldið 10,00 námundar rakta eftirspurn fyrir 15 stykki upp í 20.
Allar aðrar áætlunarlínur eru með aðgerðarboðin Endurtímas. og br. magni. Það þýðir að fyrir utan að hafa aukið magn eru skiladagsetningarnar færðar til samræmis við birgðaáætlunina svo þær innihaldi aukamagnið í tiltækum framleiðslutíma (geta). Keyptir íhlutir eru enduráætlaðir og auknir til að mæta framleiðslupöntununum. Haldið áfram til að greina nýju áætlunina.
Greining á hreyfingaáætlunarniðurstöðunum
Þar sem allar lota-fyrir lotu vörur innan afmörkunarinnar, 1100 til 1300, hafa tveggja vikna enduráætlunartímabil, er öllum fyrirliggjandi birgðapöntunum breytt til að uppfylla nýju skilyrðin sem eiga sér stað innan þeirra tveggja vikna sem voru tilgreindar.
Margar áætlunarlínur eru einfaldlega margfaldaðar með þremur til veita 15 kappakstursreiðhjól í stað 5, og skiladagsetningarnar eru færðar aftur í tíma til að veita aukna magninu fyrir afhendingardagsetningu sölupöntunarinnar til Cannon Group. Fyrir þessar áætlunarlínu er hægt að rekja allt magn. Hinar eftirstandandi áætlunarlínur eru auknar um tíu stykki ásamt því að gjalddagar þeirra eru færðir. Fyrir þessar áætlunarlínur, eru hluti magnsins órakið vegna mismunandi áætlunarfæribreyta. Skoðið svo eitthvað af þessum pantanarakningarfærslum.
Til að skoða pöntunarrakningarfærslur fyrir vöru 1250
Veljið áætlunarlínu vöru 1250 og veljið því næst Rakning pöntunar úr flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir.
Línurnar sjö í glugganum Rakning pöntunar sýna að fimm og tíu stykki eru rakin í gegn um afturhjólið að kappakstursreiðhjólinu á sölupöntununum tveim.
Fimm síðustu stykkin eru órakin. Haldið áfram til að greina.
Velja reitinn Órakið magn.
Glugginn Órakin áætlunaratriði sýnir að vara 1250 notar áætlunarfæribreytu, Margföld pöntun, með 10.00. Þess vegna er áætlunarlínan fyrir 20 stykki samtals til að námunda raunþörfina að næstu tölu sem er deilanleg með 10. Síðustu fimm stykkin er órakið magn til að uppfylla áætlunarfæribreytuna.
Loka öllum gluggum nema glugganum Áætlunarvinnublað.
Fyrirliggjandi pöntun skoðuð
Í áætlunarlínunni fyrir vöru 1250 er reiturinn Tilv. pöntunarnr. valinn.
í glugganum Fastáætluð framl.pöntun fyrir Afturnafið. Hin fyrirliggjandi pöntun fyrir tíu stykki, sem búin var til í fyrstu áætlunarkeyrslunni, opnast.
Loka fastáætlaðri framleiðslupöntun.
Svona lýkur kynningunni á því hvernig áætlunarkerfið er notað til að nema sjálfkrafa eftirspurn, reikna út viðeigandi birgðapantanir út frá eftirspurn og áætlunarfæribreytum, og stofna síðan sjálfkrafa mismunandi gerðir birgðapantana með viðeigandi dagsetningar og magn.