Glugginn Framvinda þjónustuvöru sýnir skrunanlega samantekt yfir þjónustubókarfærslur sem tengjast tiltekinni þjónustuvöru. Þessi samantekt nær yfir tiltekið tímabil.

Til að nota framvinduna er farið í gluggann Þjónustuvörur og þjónustusvara valinn. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Þjónustuvara, skal benda á Upplýsingar og síðan smella á Trendscape.

Þegar skrunað er upp og niður eru upphæðirnar (í SGM) reiknaðar eftir því tímabili sem er valið.

Hægt er að tilgreina hvaða þjónustuvörur eru innifaldar í framvindunni með því að setja afmörkun í reitinn Nr. þjónustuvöru á flýtiflipanum Almennt.

Í dálkunum Upphaf tímabils og Heiti tímabils á flýtiflipanum Línur eru dagsetningar sem eru ákvarðaðar með því tímabili sem hefur verið valið í reitnum Skoða eftir á flýtiflipanum Valkostir. Reikningstímabil eru sett upp í töflunni Reikningstímabil.

Eftirfarandi tafla lýsir öðrum reitum í flýtiflipanum Línur.

Reitur Lýsing

Fyrirframgreiddar tekjur

Heildartekjur (í SGM) sem hafa verið bókaðar á fyrirframgreidda reikninginn með hliðsjón af þjónustuvörunni á tímabilunum sem tilgreind eru í reitnum Upphaf tímabils.

Bókaðar tekjur

Heildartekjur (í SGM) sem hafa verið bókaðar í fjárhag fyrir þjónustuvöru á tímabilunum sem tilgreind eru í reitnum Upphaf tímabils.

Notaðir varahlutir

Kostnaðurinn við varahluti sem notaðir eru á því tímabili sem gefið er upp í reitnum Upphaf tímabils.

Notaður forði

Kostnaðurinn við forða sem notaður eru á tilgreindu tímabili.

Útl. kostnaður

Kostnaðurinn sem notaður er á tilgreindu tímabili.

Framlegð

Framlegðin (bókaðar tekjur mínus bókaður kostnaður í SGM) af þjónustuvöru á tímabilinu sem tilgreint er í dálknum Upphaf tímabils.

Framlegð %

Prósenta framlegðar af þjónustuvöru á tilgreindu tímabili.

Reiknaðar eru allar upphæðir af bókuðum þjónustufærslum, sem eru færslur sem eru stofnaðar þegar þjónustupantanir eða þjónustureikningar eru bókaðir.

Mikilvægt
Ef tímabilið hefur verið sett á Dagur og skruna á yfir langt tímabil þá er hægt að gera það hraðar með því að skipta yfir í stærra millibil, svo sem Fjórðungur. Þegar tilhlýðilegt tímabil er fundið er hægt að skipta aftur í upprunaleg tímabil til að skoða gögnin nánar.

Sjá einnig