Þegar þú slærð inn gögn á síðum í Microsoft Dynamics NAV eru tilteknir reitir merktir með rauðri stjörnu. Rauða stjarnan merkir að fylla verður reitinn út til að ljúka tilteknu ferli sem notar reitinn, eins og að bóka færslu sem notar gildið í reitnum.
Jafnvel þótt reiturinn innihaldi rauða stjörnu er ekki nauðsynlegt að fylla út í reitinn áður en haldið er áfram í aðra reiti eða síðunni lokað. Rauða stjarnan er eingöngu áminning um að þú verðir útilokaður frá tilteknu ferli.
Dæmi
Í glugganum Viðskiptamannaspjald birtist rauða stjarnan í reitnum Nafn og í þremur bókunarflokksreitum til að gefa til kynna að ekki er hægt að bóka sölufærslur fyrir viðskiptamanninn nema reitirnir séu fylltir út.
Í glugganum Vöruspjald birtist rauða stjarnan í reitnum Lýsing og Grunnmælieining til að gefa til kynna að ekki er hægt að færa vöruna inn a skjalalínu, eins og sölupöntun, nema reitirnir séu fylltir út.