Rekur tengingu framboðs í samsvarandi eftirspurn. Taflan kemur að notum þegar ætlunin er að finna eftirspurnina sem upphaflega gat af sér tiltekna framleiðslupöntun eða innkaupapöntun. Einnig er hægt að nota töfluna til að skoða framleiðslupöntunina eða innkaupapöntunina sem mætir tiltekinni eftirspurn.

Til dæmis er hægt að rekja slóðina frá ákveðinni innkaupapöntun eða framleiðslupöntun til að finna sölupöntunina sem leiddi til eftirspurnarinnar. Einnig er hægt að rekja frá sölupöntun til að finna framleiðslupöntun eða innkaupapöntun sem mætti tiltekinni eftirspurn.

Pöntunarrakningaraðgerðin sýnir innbyrðis samband sölupantana, framleiðslupantana og innkaupapantana.

Sjá einnig