Skilgreinir og skipuleggur útgáfur af framleiðsluuppskriftum.
Útgáfureglan gerir kleift að fást við margar útgáfur af framleiðsluuppskriftum. Uppbygging útgáfunnar af framleiðsluuppskriftinni samsvarar uppbyggingu framleiðsluuppskriftarinnar, þ.e., útgáfan af framleiðsluuppskriftinni samanstendur af haus útgáfu framleiðsluuppskriftarinnar og framleiðsluuppskriftarlínum. Grundvallarmunurinn er sá að aðeins ein útgáfa er í gildi í einu. Gildistíminn er skilgreindur með Upphafsdags. hverrar útgáfu. Allar eldri útgáfur verða ógildar við upphafsdagsetningu næstu útgáfu. Með því að nota útgáfur framl.uppskrifta er hægt setja upp nýjar útgáfur löngu áður en þær öðlast gildi.
Hægt er að birta framl.uppskriftarútgáfur með því að smella á Framl.uppskrift, Útgáfur í glugganum Framl.uppskrift eða Framl.uppskriftarlisti.
Ein af eftirtöldum aðferðum er notuð til að setja upp nýja útgáfur:
-
Ef settur var upp útgáfukóti framleiðsluuppskriftarinnar á framl.uppskr.spjaldinu sem sjálfgefið útgáfuraðnúmer framleiðsluuppskriftar er ýtt á færslulykilinn og þá setur kerfið í reitinn Útgáfukóti næsta númer í röðinni.
-
Ef númeraröð framleiðsluuppskrifta hefur ekki verið sett upp fyrir útgáfu framl.uppskr. eða ef merkt er í reitinn Handfærð nr. (í töflunni Númeraröð) hjá númeraröðunum er hægt að færa númerið handvirkt inn. Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.