Skilgreinir og skipuleggur framleiðslusamsafnanir.
Framleiðslusamsafn er hópur einstakra hluta hverra skyldleiki byggir á líku framleiðsluferli.
Myndun framleiðslusamsafna getur skilað bestri hráefnisnýtingu. Til dæmis við framleiðslu nokkurra ólíkra gerða vasareikna getur verið að sama ferli liggi að baki hverri gerð og að framleiðslan krefjist sömu afkastagetu, óháð þeim mun sem er á milli gerða.
Í Magn reit í Samsafn glugganum er fært inn magnið sem framleitt hefur verið þegar allt samsafnið hefur verið framleitt einu sinni.
Dæmi
Við stönsun er hægt að framleiða fjögur stykki af sömu vörunni úr einni plötu og 10 stykki af annarri, ólíkri vöru, á sama tíma. Stansvélin mótar öll 14 stykkin í einu þrepi.
Stofnun framleiðslusamsafna dregur úr úrkastsmagninu vegna þess að það sem myndi venjulega vera afgangsúrkast, við framleiðslu stærri stykkja, er í staðinn notað til að framleiða minni hluti.