Oft þarf að bæta athugasemdum við uppskriftarlínur framleiðslupöntunar. Hægt er til dæmis að færa inn athugasemd til að minna á að ekki þurfi að taka efnið úr tilteknum birgðum eins og venjulega vegna þessarar uppskriftarlínu. Önnur athugasemd gæti sýnt að aftur þurfi að kanna teikningu vegna viðkomandi uppskriftarlínu.

Hægt er að setja upp slíkar athugasemdir í töflunni Framl.pöntun uppskr.athugasemdarlína. Það má finna í glugganum Athugasemdir, sem hægt er að opna úr framleiðsluuppskrift með því að smella á Aðgerðir, Íhlutir, Athugasemdir.

Athugasemdir eru alltaf gerðar vegna tiltekinnar uppskriftarlínu. Ef til dæmis er smellt Aðgerðir, vísað á Íhlutur og smellt á Athugasemdir í uppskriftarlínu er hægt að gera nýjar athugasemdir eða skoða eldri athugasemdir sem alltaf tilheyra nákvæmlega þessari framleiðsluuppskriftarlínu.

Sjá einnig