Oft þarf að bæta athugasemdum við leiðarlínur framleiðslupöntunar. Hægt er til dæmis að færa inn athugasemd sem minnir á að eitthvað þurfi að skrá sérstaklega í þessari framleiðslupöntun þegar viðkomandi leiðarlína er í vinnslu. Önnur athugasemd gæti verið að upplýsingar vanti í byrjun viðkomandi aðgerðar.
Hægt er að setja upp slíkar athugasemdir á leiðarlínu með því að smella á Aðgerðir, vísa á Vinnsla og smella á Athugasemdir.