Inniheldur athugasemdir tengdar við töfluna Starfsmaður og aðrar töflur þar sem skráðar eru ýmsar upplýsingar um starfsmenn: Annað aðsetur, Menntun og hæfi starfsmanns, Ættingi starfsmanns, Fjarvist starfsmanns og Upplýsingar um ýmsa hluti.

Taflan Aths.lína starfsmannahalds er notuð til að setja upp athugasemdir fyrir áðurnefndar töflur. Þessi tafla birtist í athugasemdaglugganum sem opnaður er í glugga með því að smella á Tengdar upplýsingar, vísa á valkost valmyndar með sama (eða svipuðu) heiti og glugginn (á glugganum Menntun og hæfi starfsmanns kallast hnappurinn Menntun og hæfi) og smella á Athugasemdir.

Athugasemdir eru gerðar við tiltekna línu í glugganum. Þegar smellt er á línu í glugganum Menntun og hæfi starfsmanns og síðan á Menntun og hæfi og Athugasemdir er hægt að skrá athugasemdir (og sjá eldri athugasemdir), en aðeins þær sem gilda um þá línu. Ef skoða á allar athugasemdir sem hafa verið gerðar við allar línur í glugganum Menntun og hæfi starfsmanns er smellt á Aðgerðir í athugasemdaglugganum og smellt á Skoða lista.

Reiturinn Athugasemd er í töflum sem tengjast upplýsingum um starfsmenn. Ef gátmerki er í athugasemdareit hefur athugasemd verið skráð.

Athugasemdirnar prentast ekki á skýrslur.

Sjá einnig