Inniheldur annað aðsetur starfsmannsins til að nota þegar starfsmaður hefur flutt tímabundið. Þetta gæti átt við ef þeir eru í sumarbústað eða erlendis í ákveðinn tíma.
Önnur aðsetur eru stofnuð fyrir hvern starfsmann á starfsmannaspjaldinu, Önnur aðsetur. Kerfið birtir spjald þar sem hægt er að færa inn annað aðsetur starfsmannsins.
Í töflunni Annað aðsetur geta verið mörg aðsetur fyrir hvern starfsmann. Kóti sem veitir upplýsingar um önnur aðsetur er tengdur hverju aðsetri.
Annað aðsetur er tengt við starfsmanninn á starfsmannaspjaldinu í reitnum Annar aðseturskóti. Einnig eru tveir gagnareitir á spjaldi starfsmannsins þar sem hægt er að tilgreina tímabilið sem annað aðsetur er í gildi.
Eiginleikinn Annað aðsetur kemur að góðu gagni þegar búnir eru til merkimiðar á póstsendingar til allra starfsmanna fyrirtækisins.