Aðgerðin Upplýsingar um starfsmannastjórn í Microsoft Dynamics NAV gerir kleift að skrá og uppfæra upplýsingar um starfsmenn á skilvirkan hátt og veitir auðveldan aðgang að öllum upplýsingum um starfsmenn. Þetta veitir deildarstjórum gagnlegar upplýsingar; til dæmis nöfn starfsmanna með tiltekna menntun og hæfi eða nöfn nánustu ættingja starfsmanna sem hægt er að leita til í neyðatilfellum.
Með því að halda utan um upplýsingar um starfsmenn er auðveldara að sjá um ráðningar og þjálfun starfsmanna. Nota má töfluna Starfsmaður til að skrá allar upplýsingar um starfsmenn. Með töflunni er auðvelt að skipuleggja þessar upplýsingar og einfalt að nálgast þær síðar.
Kerfishlutinn Starfsmannahald er tengdur kerfishlutanum Forði. Þegar tilteknar upplýsingar um starfsmann (til dæmis nafn, aðsetur, kennitala og hvenær starfsmaður hóf störf) eru uppfærðar í töflunni Starfsmaður, uppfærir kerfið því sjálfkrafa forðaspjald starfsmannsins.
Í starfsmannatöflunni er spjald fyrir hvern starfsmann og á það eru skráðar helstu upplýsingar. Hver starfsmaður verður að hafa starfsmannanúmer sem getur verið samsett úr tölustöfum og/eða bókstöfum. Kerfið notar starfsmannanúmerið í öðrum gluggum til að tengja upplýsingar um hvern einstakan starfsmann við starfsmannanúmer hans.
Kerfið getur birt upplýsingar um starfsmenn í tveimur mismunandi gluggum:
-
Í glugganum Starfsmannaspjald er spjald fyrir hvern starfsmann og á því eru allir reitir sem valdir hafa verið. Þannig er hægt að sjá marga reiti sem tengjast hverjum starfsmanni.
-
Í glugganum Starfsmannalisti eru nöfn allra starfsmanna birt, ein lína fyrir hvern, og þess vegna eru færri reitir þar sem tengjast hverjum starfsmanni.
Í glugganum Fjarvistir er hægt að sjá fjarvistir sem skráðar hafa verið hjá einstökum starfsmanni í glugganum Skráning fjarvista. Hægt er að sjá menntun og hæfi starfsmanns með því að smella á Tengdar upplýsingar, vísa á Starfsmenn og velja Menntun og hæfi. Í þessum glugga má færa inn viðbótarmenntun jafnóðum og starfsmaðurinn aflar sér hennar.
Einnig eru ýmsir gluggar þar sem hægt er að fá yfirlit yfir, til dæmis fjarveru starfsmanns flokkaða eftir tegund, eða þá hluti í eigu fyrirtækinu sem starfsmaðurinn hefur í sinni vörslu.
Setja verður alla starfsmenn upp í þessari töflu.