Inniheldur millifyrirtækjafærslur sem verða sendar til MF-félaga.
Hver lína í töflunni stendur fyrir fylgiskjal eða færslubók (færslu). Tvær eða fleiri sölu- eða innkaupalínur geta verið fyrir eina færslu. Sundurliðuðu línurnar eru í töflunni MF-úthólfsbókarlína, töflunni Sölulína MF-úthólfs eða töflunni Innkaupalína MF-úthólfs.
Í töflunni MF-úthólfsfærsla geta verið færslur sem verða til í þessu fyrirtæki. Þar geta einnig verið færslur sem bárust í innhólfið frá MF-félaganum en ekki var hægt að samþykkja. Þegar færslu er hafnað í innhólfinu flytur forritið hana í úthólf notandans svo að hún verði send aftur til félagans.
Færsla er fjarlægð úr úthólfinu annaðhvort með því að senda hana til viðkomandi MF-félaga, skila henni í innhólfið (ef henni var hafnað á rangan hátt úr innhólfinu) eða með því að hætta við færsluna og stofna leiðréttingarlínur í fyrirtækinu. Þegar lína er fjarlægð úr töflunni stofnar kerfið samsvarandi línu í töflunni Afgreiddar MF-úthólfsfærslur svo að að skrá sé til yfir afgreiddar færslur.