Tilgreinir hvernig víddirnar í víddatöflu þessa fyrirtækis samsvari víddum MF-viðskiptafélaganna ef aðgerðin Bókun milli fyrirtækja er notuð og þetta fyrirtæki og MF-félagar þess vilja skiptast á færslum með tengdum víddum.

Forritið notar töfluna MF-vídd til að umreikna víddirnar í millifyrirtækjafærslum yfir í víddirnar sem eru notaðar í þessu fyrirtæki.

Ef þetta fyrirtæki og MF-félagar þess hafa sett víddatöfluna eins upp, er hægt að fylla MF-víddatöfluna út nákvæmlega eins og víddatöflu þessa fyrirtæki og varpa víddunum beint.

Ef víddir þessa fyrirtækis eru ekki þær sömu og hjá MF-félaganum verður hvert fyrirtæki að umreikna víddir sínar yfir í eitthvað sem hin fyrirtækin geta skilið. Þetta fyrirtæki og MF-félagar þess verða að koma sér saman um aðalvíddasafn sem er hægt að nota sem almenna tilvísun. Hver félagi flytur aðalvíddasafnið inn í MF-víddatöflu sína. Síðan varpa allir félagarnir MF-víddunum í víddatöflu sína.

Þegar millifyrirtækjafærsla berst frá einhverjum MF-félaganna er hann búinn að tilgreina víddir úr aðalvíddasafninu. Kerfið notar upplýsingarnar í töflunni MF-víddir til að finna samsvarandi reikning í víddatöflu þessa fyrirtækis.

Sjá einnig