Tilgreinir hvernig reikningsnúmerin í bókhaldslyklinum samsvara reikningsnúmerum MF-félaganna.

Ef aðgerðin millifyrirtækjabókanir er notuð þarf kerfið að vita hvaða reikninga skuli bókað á. Ef til dæmis MF-félagi sendir millifyrirtækjalínu sem er með kredit á MF-fjárhagsreikning notar kerfið töfluna MF-fjárhagsreikningur til að ákveða hvaða reikning í bókhaldslyklinum kreditfærslan skuli bókuð á.

Ef þetta fyrirtæki og MF-félagar þess eru með eins bókhaldslykla er hægt að fylla töfluna MF-fjárhagsreikningur út nákvæmlega eins og fjárhagsreikningstöflu fyrirtækisins og varpa reikningunum beint.

Ef þetta fyrirtæki og MF-félagar þess eru ekki með eins bókhaldslykla verður hvert fyrirtæki að umreikna reikningsnúmer sín yfir í eitthvað sem hitt fyrirtækið getur skilið. Þetta fyrirtæki og MF-félagar þess verða að koma sér saman um aðalbókhaldslykil sem er hægt að nota sem almenna tilvísun. Hver félagi flytur aðallykilinn inn í töfluna MF-fjárhagsreikningur hjá sér. Síðan varpa allir félagarnir MF-fjárhagsreikningunum á reikninga í bókhaldslyklinum.

Þegar millifyrirtækjafærsla berst frá einhverjum MF-félaganna er hann búinn að tilgreina reikningsnúmer úr aðalbókhaldslyklinum. Kerfið notar upplýsingarnar í töflunni MF-fjárhagsreikningur til að finna samsvarandi reikning í bókhaldslyklinum.

Sjá einnig