Tilgreinir færslur fyrir skattsundurliðun. Í skattsundurliðunarfærslu eru allar upplýsingarnar sem notaðar eru til að reikna skattupphæð til innheimtu. Í hverri færslu er skráð skattlögsaga, skattflokkur, skatttegund (söluskattur eða vörugjald) og dagsetningin þegar færslan tekur gildi.
Dæmi
Ef fyrirtæki selur lækningavörur í Georgia eru eftirtaldar upplýsingar skráðar í skattsundurliðunarfærslu viðkomandi:
Skattlögsögukóti GEORGIA
Skattflokkskóti LÆKNING
Skatttegund Söluskattur
Tekur gildi 01.01.01
Einnig er hægt að tilgreina lágmarks- og hámarksmagn og upphæðir í ISK til að ákvarða hvernig skattur er reiknaður.
Mikilvægt |
---|
Setja þarf upp skattlögsögur og hópa áður en skattsundurliðunarfærslur eru stofnaðar. |