Úthlutar kóta til hvers greiðsluháttar. Setja má upp ótakmarkaðan fjölda greiðsluhátta. Þegar hættirnir hafa verið settir upp má færa kóta inn í reitinn Greiðsluháttarkóti á öllum viðskiptamanna- og lánardrottnaspjöldum.
Hægt er að úthluta mótreikningi á hvern greiðsluhátt. Það gerir kerfinu kleift að fylla sjálfkrafa út reitinn Númer mótreiknings í sölu- og innkaupahausum. Þessi möguleiki er gagnlegur þegar notandi til dæmis reikningsfærir staðgreiðslusölu.