Tilgreinir bókunarflokka sem´má nota til að tengja sérhvern bankareikning við Fjárhag. Bókunarflokkar tilgreina þá fjárhagsreikninga sem bankareikningsfærslur eru bókaðar á.
Þegar bókunarflokkar hafa verið stofnaðir má úthluta sérhverjum bankareikningi sem stofnaður er á bankareikningaspjaldi kóta bókunarflokks.
Við bókun á innkaupareikningum, greiðslum eða kreditreikningum þar sem um bankareikning er að ræða mun kerfið skrá upplýsingar samkvæmt kóta bókunarflokks á fjárhag.
Upphæð færslu bókast á fjárhagsreikning í andvirði SGM þegar um bankareikninga í erlendum gjaldmiðli er að ræða.