Tilgreinir mælieiningu fyrir hvern forða til að geta rakið nákvæmlega notkun og sölu hans. Kerfið notar tilgreindar mælieiningar og magn til að reikna út hvaða upphæðir á að bóka, til dæmis á sölutilboðum. Mælieiningarnar í sýndarfyrirtækinu eru klukkustundir og dagar.
Mikilvægt |
---|
Mikilvægt er að nota sömu mælieiningu um mismunandi forða í sama forðaflokki. Kerfið safnar saman getu og/eða úthlutunum á verk og notar til þess tilgreinda mælieiningu. |