Sjá má upplýsingar um alla reiti og gildi í töflu sem síða eða skýrsla er byggð á. Til dæmis getur notandi þurft að vita gildi reits sem ekki birtist á síðunni eða skýrslunni en er í boði í viðkomandi töflu. Í glugganum Um þessa síðu eru gögn um upplýsingakassann eða síðuna sem valin eru.
Til að sjá gildi falins reits
Notandi getur til dæmis verið að vinna í birgðabók og þarf að vita hvaða birgðabókunarflokkur er notaður. Til að sjá gildið í falda reitnum skal fylgja eftirfarandi skrefum:
-
Í glugganum Birgðabók er valin sú lína sem birta þarf birgðabókunarflokk fyrir.
-
Veldu hnappinn Hjálp og veldu síðan Um þessa síðu.
-
Í glugganum Um þessa síðu er flipinn Töflureitir stækkaður.
-
Farið er að reitnum Birgðabókunarflokkur með músinni eða dálklyklinum og gildi reitsins lesið í hægri dálknum.
Einnig má skoða eftirfarandi upplýsingar ef þær eru tiltækar:
-
Síðuupplýsingar
-
Upprunasegðir
-
FlowFilter-reitir
-
Afmarkanir
Til að draga út töflugögn
Úr glugganum Um þessa síðu er hægt að senda töflugögn í önnur forrit á eftirfarandi hátt:
-
Í forritavalmyndinni er valið Prenta og Senda og síðan valinn einn af eftirfarandi valkostum:
-
Viðtakanda sem viðhengi
-
Microsoft Word
-
Microsoft Excel
-
Viðtakanda sem viðhengi