Til að skoða viðskiptagögn á myndrænan hátt er hægt að stofna almenn myndrit og síðan bæta þeim við Mitt hlutverk og upplýsingakassa með eiginleikanum Sérstilla. Einnig er hægt að skoða gögn á listasvæðum sem myndrit með því að velja Sýna sem línurit. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bæta myndritum við Mitt hlutverk og listasvæði.

Sérsníða má almenn myndrit til að þau sýni margar samsetningar gagna með því að skilgreina gögn og mælieiningar í glugganum Uppsetning á almennu myndriti. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til almenn myndrit.

Auk almennra myndrita býður Microsoft Dynamics NAV upp á ýmis sértæk myndrit sem ekki er hægt að búa til frá grunni í notandaviðmótinu, en sem hægt er að breyta á margvíslegan máta.

Hægt að breyta sumum sértækum myndritum, svo sem myndritinu Fjármálaafköst, eða setja upp nýjar grunnstillingar með því að sameina dálka og línur fjárhagsskema á ýmsa vegu og birta í öðrum tegundum myndrita til að útbúa fleiri fjárhagslega afkastavísa. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að breyta sértækum myndritum.

Sjá einnig